Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð Menningarverstöðvarinnar á Stokkseyri. Gestir safnsins fá að kynnast nokkrum af frægustu draugum íslandssögunnar og upplifa sögurnar um þá í 1000fm völundarhúsi. Hver gestur fær lítinn iPod sem inniheldur 24 rammíslenskar draugasögur og inní safninu sjálfu eru 24 herbergi.
Á draugabarnum situr Brennivínsdraugurinn uppi í einu horninu og fylgist með gestum og gangandi.